Eyjamenn gulltryggðu sæti í Bestu deild að ári eftir 3:1 sigur á Fram í neðri hluta úrslitakeppninnar. Eru með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Leiknir og ÍA eru á botninum með 21 og 19 stig.
Mörk ÍBV: Sigurður Arnar Magnússon á annarri og 32. mínútu og Halldór J. S. Þórðarson á 34. mínútu.
Næstu leikir ÍBV eru gegn ÍA uppi á Skaga næsta laugardag klukkan 14.00 og Eyjamenn fá Leikni í heimsókn í síðustu umferðinni laugardaginn 29. október.
Mynd: ÍBV fagnar marki gegn FH í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem endaði með öruggum sigri Eyjamenn. Síðan hefur leiðin legið upp á við.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst