ÍBV hefur enn ekki tapað leik í úrslitum neðri hluta Bestu deildarinnar en ekkert er öruggt svo vitnað sé í orð Einars Fidda á FB í gær:
„Jæja! Tottenham 2 Everton 0. Flottur leikur hjá mínum mönnum. Einnig voru hagstæð úrslit í Bestu deildinni Leiknir 2 – ÍA 2. Þannig að við, ÍBV erum með annan fótinn á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. En það er aldrei öruggt fyrr en lokin liggja fyrir.“
ÍBV mætir Fram á útivelli í dag klukkan 17.00 og sigur okkar manna þar tryggir þeim sæti meðal þeirra bestu á næsta ári. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.
Mynd: Sigfús Gunnar
Staðan
L | Mörk | Stig | |
Keflavík | 25 | 45:47 | 31 |
Fram | 24 | 49:56 | 28 |
ÍBV | 24 | 37:46 | 26 |
FH | 25 | 35:41 | 25 |
Leiknir R. | 25 | 27:58 | 21 |
ÍA | 25 | 31:60 | 19 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst