Opinn fyrirlestur á laugardaginn 22. október kl. 11-12 í Sagnheimum

Í tengslum við málþing um Kveikjum neistann! mun Simone Grassini dósent flytja erindið NATURE AND EFFECT ON PSYCHOLOGICAL FACTORS sem fjallar um mikilvægi náttúru og umhverfis fyrir vellíðan okkar, bæði andlega og líkamlega. Boðið er upp á kaffi og spjall eftir fyrirlesturinn. Allir hjartanlega velkomnir (meira…)
Slipptaka Herjólfs IV á áætlun

Umræða um samgöngumál var meðal þessa sem var á dagskrá á fundi bæjarráðs í vikunni. Þeir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja, stöðunni í Landeyjahöfn, svo sem dýpi og dýpkunarframkvæmdir, hvernig til hefur tekist með […]
Karlaliðin sitja hjá í fyrstu umferð í bikarnum

Í morgun var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni HSÍ. ÍBV sendir tvö karla lið til keppni að þessu sinni. Dregið var í þrjár viðureignir og mætast eftirfarandi lið: Þór – Afturelding Fjölnir – Fram FH – Grótta Liðin sem sátu hjá í 32 liða úrslitum að þessu sinni voru Valur sem Íslandsmeistarar og KA, […]
Salsagengi og „tvíbbar“ í vélarrúmi Gullbergs

Efni standa til þess að stigin séu spor í salsadansi í vélarrúmi Gullbergs VE-292 þegar þannig stendur á. Víst er að fá ef nokkur önnur skip í íslenska flotanum eru mönnuð til slíkra hluta. Reyndar á það kannski við um allt Evrópska efnahagssvæðið og þótt víðar væri leitað að vandfundnir eru vélstjórar sem hafa tileinkað […]
Marhólmar efstir í flokki meðalstórra fyrirtækja

Matvælafyrirtækið Marhólmar ehf. vermir efsta sætið á lista „topp tuttugu“ meðalstórra fyrirtækja á nýbirtum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022. Á samanlögðum lista allra 875 framúrskarandi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu eru Marhólmar í 119. sæti. Óhætt því að óska Marhólmafólki til hamingju með framúrskarandi árangur! Í tilefni dagsins birtum við […]
Vellíðan – grundvöllur að námi

Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna gerir hvað þau geta til að öllum líði sem […]
Kveikjum neistann í GRV – Málþing í dag

Verkefni sem vakið hefur athygli víða um heim Síðasta haust fór af stað í fyrsta bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) þróunarverkefnið „Kveikjum neistann!“. Eitt af grunnmarkmiðum þess er að efla nemendur í lestrarfærni og almennri grunnfærni í skóla. Verkefnið er viðamikið og margir koma þar að en Hermundur Sigmundsson, prófessor leiðir það í samvinnu við […]