Salsagengi og „tvíbbar“ í vélarrúmi Gullbergs
21. október, 2022

Efni standa til þess að stigin séu spor í salsadansi í vélarrúmi Gullbergs VE-292 þegar þannig stendur á. Víst er að fá ef nokkur önnur skip í íslenska flotanum eru mönnuð til slíkra hluta.

Reyndar á það kannski við um allt Evrópska efnahagssvæðið og þótt víðar væri leitað að vandfundnir eru vélstjórar sem hafa tileinkað sér dans undir áhrifum menningar á Spáni, í  Karabíahafinu og Suður-Ameríku.

Gullberg er hins vegar ekkert venjulegt skip. Það er áhöfnin heldur ekki.

Þetta er annars inngangur að framhaldsfrásögn um hrókeringar í Vinnslustöðvarflotanum. Við höfum til að mynda fjallað áður á þessum vettvangi um að Örn Friðriksson, yfirvélstjóri á Kap VE-4, hafi fært sig síðastliðið sumar yfir á Hugin VE-55 og að Ólafur Már Harðarson hefði tekið við af Erni um stund en verið svo ráðinn yfirvélstjóri á Gullbergi.

Salsagengið saman komið á ný

Þá víkur sögunni að umfjöllunarefni dagsins, tvíburabræðrunum og vélstjórunum Halldóri Gústafi  og Theodóri Hrannari Guðmundssonum. Þeir störfuðu í vélarrúmi Kap, Theodór sem fyrsti vélstjóri en Halldór sem annar vélstjóri. Báðir færðust upp um þrep í ábyrgðarstiganum þegar Ólafur Már fór á Gullberg.

Svo var Kapinni lagt og nú eru tvíburarnir komnir í áhöfn Gullbergs og að sjálfsögðu í vélarrúmið þar, Theodór sem fyrsti vélstjóri og Halldór sem annar vélstjóri. Þar með hefur líka salsagengið sameinast að nýju í Gullbergi í enn stærra og dansvænna rými en var á Kap.

– Hvað er annars verið að þvæla hér aftur og fram um salsaspor og dansandi vélstjóra? spyr nú margur lesandinn, undrandi og óþolinmóður.

Hér er svarið.

Theodór:

„Ég var fyrst í afleysingatúr á Ísleifi VE á makrílveiðum 2017. Á árinu 2018 fór ég í afleysingatúr á Kap á kolmunna og var á dekki. Þá var ég hléi í námi í Vélskólanum í Reykjavík og fór svo aftur í skólann. Þá sótti ég námskeið í salsadansi og kynntist Óla Má, núverandi yfirvélstjóra á Gullbergi, og hitti hann líka í skólanum. Hann hefur dansað salsa á fullu gasi í mörg ár og er þar reynslubolti líka, ekkert síður en í vélfræðinni.

Við vinnum sem sagt saman og höfum líka dansað saman!

Eftir skólann fór ég í fast pláss á Kap sem fyrsti vélstjóri.“

­– Hvað með þig, Halldór, er salsadans líka í reynslubankanum þínum?     

Halldór:

„Nei, ég prófaði salsa en fann mig ekki þar. Ég er hins vegar nýbyrjaður í golfi og viðurkenni að vera kominn með golfbakteríu í kroppinn. Teddi bróðir hefur hins vegar spilað golf árum saman.“

Reykvíkingar með vestfirskar rætur

Halldór og Theódór eru fæddir og uppaldir Reykvíkingar en eiga ættir að rekja til Vestfjarða og voru oft þar vestra á sumrin. Faðir þeirra var áður á sjó á Reykhólum, Þingeyri og Ísafirði, meðal annars sem vélstjóri á Karlsey BA og Framnesi ÍS. Hann hætti sjómennsku þegar drengirnir voru barnungir.

Afi tvíburanna í föðurætt, Skúli Sigurðsson, var vélfræðingur hjá Eimskip og verkstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi. Afi þeirra í móðurætt var Björn Elías Ingimarsson skipstjóri og útgerðarmaður. Hann var með Mími ÍS-30 og Finnbjörn ÍS-37.

Síðast en ekki síst ber að nefna til sögunnar langafann í móðurætt, Ingimar Finnbjörnsson skipstjóra og útgerðarmann. Sá var í hópi stofnenda Hraðfrystihússins í Hnífsdal sem síðar sameinaðist Gunnvöru og varð Hraðfrystihúsið Gunnvör – HG í Hnífsdal.

Af heimasíðu Vinnslustöðvarinnar – vsv.is þar sem nánar er fjallað við Halldór og Theódór.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst