Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í
þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn
hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið
um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna
gerir hvað þau geta til að öllum líði sem allra best.
Í grunnskólanum í Vestmannaeyjum er þróunarverkefni í gangi, Kveikjum
neistann. Kveikjum neistann er þróunarverkefni og menntarannsókn sem
Grunnskóli Vestmannaeyja fór af stað með haustið 2021. Verkefnið sem er 10
ára þróunar- og rannsóknarverkefni með heildstæða nálgun á skólastarfið, er
stutt af Vestmannaeyjabæ, menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands og
Samtökum atvinnulífsins.
Verkefnið notar vísindin til að leiðbeina sér hvernig sé best að haga
skóladeginum og uppsetningu kennslunnar. Allt gert svo að nám barnanna
verði sem best og skilvirkast. Það samtvinnast óhjákvæmilega við líðan
barnsins. Skoðum þá 6 lykla sem verkefnið byggir á.
Lykill 1 byggir á að nota bókstaf-hljóða aðferð við lestrarkennslu í upphafi
skólagöngunnar. Hér skiptir mestu máli að börnin nái að brjóta lestrarkóðann
og í kjölfarið að lesskilningur barna vaxi jafnt og þétt og hugað sé að honum
alla skólagönguna. Það er því mjög mikilvægt að allir nemendur fái áskoranir
miðað við færni. Það óhjákvæmilega skapar vellíðan hjá nemendum að þurfa
ekki að glíma við verkefni sem það ræður ekki við. Hvað þá að að eltast við
línu á skjali sem það ekki endilega hefur forsendur til að ná. Börn verða að fá
réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir
frábærum árangri, kenningar frá Csikszentmihalyi.
Lykill 2 Grunnþættir í stærðfræði eru festar í sessi áður en kemur að öðrum
þáttum. Við þekkjum það flest að sterkur grunnur er forsenda þess að efla
færni og byggja ofan á færni sem er til staðar. Nemendum líður illa ef þau eru
beðin um að læra nýtt efni án þess að hafa nægilega sterkan grunn eða
forsendur til þess. Hér er notast við kenningar Edelmans um að
endurtekningin skapar meistarann.
Lykill 3 Hugarfarið, ástríðan og þrautseigjan. Við vitum öll hve mikilvægt
hugarfarið er. Við sjáum það svo auðveldlega á landsliðunum okkar sem náð
hafa sem bestum árangri. Það verður allt léttara með réttu hugarfari. Ástríðan
gerir okkur kleift að leysa hin ótrúlegustu verkefni. Hugarfar grósku, ástríðu og
þrautseigju einkennir starfsemi skólans. Þeim viðfangsefnum er flaggað sem
kveikja áhuga hjá hverjum nemenda, kenningar frá Sigmundssyni, Dweck
og Duckworth.
Lykill 4 Hreyfingin er okkur svo mikilvæg, en við erum núna að sjá í auknu
mæli mikilvægi hreyfingar við nám og að efla færni. Meiri hreyfing á réttum
tíma getur haft mikið að segja um vellíðan barna, hvað þá námið þeirra.
Hreyfing snemma dags hefur góð áhrif á taugastarfsemi heilans (dópamín,
gráa og hvíta efnið) sem hjálpar við nám barna.
Lykill 5 Þjálfunartími er þegar árganginum er skipt upp í hópa og passað að
allir fái verkefni við hæfi. Verkefnin á þessum tímum eru öll til að efla færni í
grunnfögum. Verkefni við hæfi hefur alltaf góð áhrif á líðan nemenda. Hérna
eru nemendur einnig að blandast þvert á bekki og þar með að brjóta
bekkjarmúra. Markviss þjálfun hvers nemanda og eftirfylgni er lykill að færni
og þróun þekkingar. Jákvæð styrking er þar í lykilhlutverki, kenning frá
Ericsson.
Lykill 6 Ástríðutíminn, þegar nemendur fá eitthvað um það að segja hvað þau
læra. Nemendur geta stýrt því að einhverju leyti hvað þau læra er varðar
verkgreinar eða önnur fög. Allt sem viðkemur ástríðu snertir líka ómeðvitað
líðan nemenda. Þeim líður einfaldlega betur við að læra það sem þau hafa
áhuga á og þeim líður betur að hafa stýringu á því sem þau eru að læra.
Eins og sjá má eru þessir lyklar, og þær helstu kenningar sem verkefnið byggir
á, einnig að huga að vellíðan nemenda. Það virðist nefnilega vera þannig að
þeim nemendum sem líður illa gengur verr í skólum og öfugt.
Í grunninn eru kenningarnar, sem notaðar eru í verkefninu Kveikjum neistann,
frábærar til að skapa skólaumhverfi. Samspil þeirra er eins og uppskrift að
nýju, öðruvísi og mögulega betra námsumhverfi. Þó að verkefnið sé í raun að
huga að betri árangri nemenda í námi er það einnig óhjákvæmilega að huga
að líðan þeirra. Það virðist nefnilega oftast haldast í hendur vellíðan nemenda
við árangur í námi.
Óskar Jósúason
aðstoðarskólastjóri Hamarsskóla
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst