Bras og vesen að veikjast úti á landi

Sjúkrasögur úr Vestmannaeyjum: Þessari grein er ekki ætlað að kasta rýrð á fólkið í heilbrigðiskerfinu, þvert á móti því söguhetjur okkar bera því vel söguna en það er ekkert grín að vera úti á landi þegar eitthvað ber út af. Söguhetjurnar er kjarnafólk, fætt 1974 og kallar ekki allt ömmu sína þegar á móti blæs. […]
Furðulegar kynjaverur á ferli (myndir)

Það mátti sjá ýmsar kynjaverur á ferli í gær sem skutust á milli húsa í von um góðgjörðir. Þá fór fram hrekkjavökuhátíð sem notið hefur vaxandi vinsælda á Íslandi síðustu ár. Meðfylgjandi myndir sýna að mikill metnaður liggur á bakvið búninga barnanna en ekki síður skreytingar hjá þeim sem buðu börnum heim þetta drungalega kvöld. […]
ÍBV-FH í dag

Sjöunda umferð Olís deildar karla rúllar af stað í Vestmannaeyjum í dag þegar ÍBV tekur á móti FH klukkan 13.30. Viðureignir þessara liða hafa oft á tíðum verið mikil skemmtun. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en FH er í því sjöunda með sex stig. (meira…)