Bras og vesen að veikjast úti á landi
30. október, 2022

Sjúkrasögur úr Vestmannaeyjum:

Þessari grein er ekki ætlað að kasta rýrð á fólkið í heilbrigðiskerfinu, þvert á móti því söguhetjur okkar bera því vel söguna en það er ekkert grín að vera úti á landi þegar eitthvað ber út af.

Söguhetjurnar er kjarnafólk, fætt 1974 og kallar ekki allt ömmu sína þegar á móti blæs. Dag einn í síðustu viku fann okkar maður fyrir eymslum í maga milli klukkan fimm og sex um morguninn. Sársaukinn jókst eftir því sem leið á morguninn og klukkan hálf tíu dreif hann sig upp á spítala.

Fyrsti úrskurður var nýrnasteinar en eftir myndatöku kom í ljós að steinn var í botnlanganum og það kallaði á aðgerð og sjúkraflug. Sjúkraflugvél ekki tiltæk, þurfti að skreppa á Norfjörð áður en kom að okkar manni.

Hann beið frá klukkan eitt til klukkan fjögur. Lét samt ekki illa af sér, vel verkjastilltur og á Landspítalanum var hann drifinn undir hnífinn. Þá var klukkan tíu um kvöldið. Hann var látinn liggja yfir nótt til öryggis en hann vildi heim strax daginn eftir.

Dreif sig í Þorlákshöfn þar sem Herjólfur beið og þriggja tíma sigling fram undan. „Engin voru sængurfötin en áhöfnin bjargaði því og svaf ég alla leiðina til Eyja. Í Herjólfi mætti ég sömu umhyggju og hlýju og á Spítalnum okkar og á Landsspítalnum. Allt unnið af mikilli alúð og fagmennsku. Ég er sko ekki að kvarta og kannski hefur maður gott af því að veikjast. Það sem ég sá á Landspítalanum gleymist aldrei og þetta sem kom fyrir mig er svo pínulítið í þeim samanburði,“ sagði okkar maður sem allur er að skríða saman.

Okkar kona var einn dag i vikunni sem leið úti að labba með hundinn þegar óhappið varð. Ekki vildi betur til en svo að hún datt, fór úr lið og er þríbtotin á ökla. „Þetta kom í ljós eftir myndatökur á Spítalanum þar sem ég lá um nóttína. Næsta skref var aðgerð á Landspítalnum. Það var mat læknis að ég þyrfti ekki sjúkraflug og því varð fjölskyldubíllinn að duga,“ sagði konan og ekki óhress.

„Það var frekar eiginmannum sem fannst nóg um en mér var troðið í aftursætið, eins ólögleg og hægt er að vera en ég komst á Landspítalann. Málunum reddað og nú er ég komin heim og má ekki stíga í fótinn næstu sex vikur.“

Þegar upp er staðið er okkar kona bara nokkuð ánægð. „Ég veit að sjúkraflug kostar mikið og skil því afstöðu læknisins hérna. Ferðalagið gekk vel. Meiðsli mín voru metin það alvarleg að ég komst strax í aðgerð. Ég frétti af fólki sem var búið að bíða í fimm daga þannig að ég bara þakklát.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst