Hermann Þór frá Sindra til ÍBV

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl. Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Velkominn til ÍBV! Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af […]

25 umsóknir í Viltu hafa áhrif

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2023? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]

Brynjólfi VE lagt og áhöfn sagt upp

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir tvær meginástæður vera fyrir þessari niðurstöðu: „Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð […]

Vestmannaeyjabær vill halda áfram rekstri Herjólfs

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þann 10. nóvember sl., átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem m.a. var ræddur samningur Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Umræddur samningur gildir til 1. október 2023. Á fundinum lýsti Vestmannaeyjabær áhuga á að halda áfram rekstri ferjunnar á vegum Herjólfs ohf. […]

Ufsinn til vinnslu hjá Vísi í Grindavík

Bæði Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Þetta kemur fram í fétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipin voru með fullfermi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi verið blandaður, mest af ufsa en síðan einnig skarkoli, þorskur og ýsa. „ Þða var sæmilegt veður mest allan túrinn en þó […]

Nýr starfshópur um sveitarstjórnaráætlun hefur störf

Nýr starfshópur um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga hélt sinn fyrsta fund í innviðaráðuneytinu á þriðjudag. Hópnum er ætlað að skila tillögu til innviðaráðherra um stefnu stjórnvalda gagnvart sveitarfélögum til fimmtán ára 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2024 til 2028 í byrjun næsta árs. Stefnumótunin byggir á ákvæði sveitarstjórnarlaga um að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.