25 umsóknir í Viltu hafa áhrif
17. nóvember, 2022

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2023? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, búnað og aðstöðu fyrir starfsemi sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, til kaupa á leiktækjum á opnum svæðum og gerð göngustíga.

Alls bárust í ár 25 styrkumsóknir sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum í gær og þakkar bæjarbúum fyrir allar umsóknirnar og ábendingarnar. “Frumkvæði og hugmyndir bæjarbúa eru fjölbreyttar og varða marga þætti í menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Vestmannaeyja. Heildarupphæð verkefnisins verður lögð fyrir bæjarstjórn við umræðu um fjárhagsáætlun 1. desember nk. Tilkynnt verður um úthlutun styrkja á sérstökum viðburði í desember sem auglýstur verður þegar nær dregur, segir í niðurstöðu ráðsins.”

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst