Júníus Meyvant – Ný plata og stórtónleikar

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Hann er nýkominn heim af tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem hann hitaði upp fyrir hljómsveitina Kaleo og í síðustu viku gaf hann út nýja plötu sem ber nafnið Guru. Blaðamaður Eyjafrétta sló á þráðinn til Júníusar og lék forvitni á að vita hvernig […]
Tryggvi Hjalta – Staða drengja versnar stöðugt

Tryggvi Hjaltason, baráttumaður fyrir bættri stöðu drengja á Íslandi skrifar eftirfarandi pistil á Fésbókarsíðu sína: „Dómsmálaráðherrann okkar var að lýsa yfir stríði á hendur skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Merki er uppi um vaxandi fjölda alvarlegra líkamsmeiðinga og afbrota hjá ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum. Þetta er erfið samfélagsleg áskorun. Ég hef verið hugsi undanfarin ár. […]
Gera ráð fyrir halla á hafnarsjóði

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs fyrr í þessum mánuði. Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 536 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði neikvæð um 8,5 milljónir króna. (meira…)
Uppfært – Gera aðra atlögu að bikarleik – Frestað til morguns

Bikarleikur ÍBV og KA/Þórs sem fram átti að fara í síðustu viku verður leikinn í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn er háður flugi frá Akureyri og eins og Eyjamenn þekkja vel geta samgöngur farið á alla vegu þessa dagana. Aðdáendur ÍBV eru beðnir að fylgjast með tilkynnningum dagsins. Gangi allt að óskum verður flautað til leiks […]
Vilja bæta við hæð og gera íbúðir

Umsókn um byggingarleyfi á Heiðarvegi 12 lá fyrir afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í síðustu viku. Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins Heiðarvegi 12. Sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð þannig að á 2. og 3. hæð verði 5 litlar íbúðir á hvorri hæð samtals 10 […]