Bikarleikur ÍBV og KA/Þórs sem fram átti að fara í síðustu viku verður leikinn í Vestmannaeyjum í kvöld.
Leikurinn er háður flugi frá Akureyri og eins og Eyjamenn þekkja vel geta samgöngur farið á alla vegu þessa dagana. Aðdáendur ÍBV eru beðnir að fylgjast með tilkynnningum dagsins. Gangi allt að óskum verður flautað til leiks klukkan 17.30 í dag.
Uppfært:
Tilkynnt hefur verið um frestun á leik ÍBV og KA/Þórs sem átti að fara fram í dag.
Ástæða frestunar er sú að flugfélag norðanmanna getur ekki flogið til Eyja vegna vinds.
Reynt verður aftur á morgun og stefnt á leik kl.17:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst