Júníus Meyvant – Ný plata og stórtónleikar
22. nóvember, 2022

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Hann er nýkominn heim af tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem hann hitaði upp fyrir  hljómsveitina Kaleo og í síðustu viku gaf hann út nýja plötu sem ber nafnið Guru.

Blaðamaður Eyjafrétta sló á þráðinn til Júníusar og lék forvitni á að vita hvernig það kom til að hann var fenginn til að koma á tónleikaferðalagið með Kaleo. ,,Ég þekki þá flesta í bandinu, við erum vinir. Það var þannig að Rubin Pollock gítarleikari í Kaleo sendi á mig hvort að ég vildi hita upp fyrir þá. Ég talaði við yfirvaldið fyrst og lét hana vita en svarið var í rauninni strax já. Ég fékk í raun ekki mikinn tíma til umhugsunar en þetta var með þriggja vikna fyrirvara,” sagði Júníus og hló. Tónleikaferðalagið skiptist í tvennt, annars vegar í sumar og svo aftur núna í september og október. ,,Við erum búin að fara út um alla Evrópu í rauninni. Tókum bara allan skalann og þetta var rosa stuð.”

 

Byrjaði einn en endaði með band

Hvernig var að taka þátt í þessu? ,,Það var mjög gaman. Ég var upphitunaratriðið og spilaði hálftíma sett á undan þeim. Þetta var ósköp þægilegt fyrir mig. Ég réði mínum hraða en ég byrjaði einn en frændi minn sem er í Kaleo, Þorleifur Gaukur Davíðsson, spilar á munnhörpu og pedalsteel gítar ákvað að hoppa á bassann með mér en hann spilar á flest hljóðfæri. Það var mjög gaman, en svo bættist inn strákur sem heitir Armen og kemur frá Kaliforníu. Hann spilaði með okkur á kongatrommur og fór síðan yfir á trommusett í seinni túrnum.  Ég var því kominn með smá band og settið mitt varð því alltaf meira og meira. Maður byrjar einhvers staðar og síðan fer maður að breyta og þróa og þá verður þetta betra og betra.”

Rosalega vel mætt

Júníus hefur ferðast mikið að spila áður og segir hann að það hafi ekki margt komið honum á óvart núna. ,,Það sem kom á óvart var hvað það var rosalega vel mætt núna eftir Covid. Fólk er greinilega þyrst í tónleikaupplifanir og það kom líka á óvart hvað fólk tók vel undir, það var mjög gaman. Kaleo eru líka mjög stórir í Evrópu og Ameríku, fólksfjöldinn var því mjög mikill. Þetta var mjög skemmtileg upplifun,” sagði Júníus en segir þetta tónleikaferðalag ekki mikið frábrugðið öðrum. „Þetta er alltaf það sama þannig séð. Alltaf sama rútína. Maður mætir á tónleikastaðinn og hangir þar allan daginn, gerir hljóðprufu og með sitt bakherbergi. Í raun er ekki mikið hægt að gera á þeim dögum sem þú ert að spila á. Þetta er bara vinna nema þú býrð á hóteli og ert aldrei á sama stað.“

Réði sig í vinnu

Aðspurður sagðist Júníus hafa náð að skoða mikið á ferðalaginu.  ,,Ég skoðaði fullt. Þegar ég hef verið á ferðlagi hef ég verið að spila á hverjum degi en núna var þetta annar hver dagur. jafnvel þriðji hver dagur. Ég náði því að kynnast borgunum. Ég réði mig í vinnu sums staðar og svo mætti ég ekkert aftur. Ég lofaði öllu fögru og allir voru voða ánægðir að það væri kominn nýr starfsmaður. Oft var haldinn fundur og allir voru voða glaðir að fá mig en svo mætti ég ekkert,” sagði Júníus og hló. ,,Ég réði mig yfirleitt sem starfsmaður á plani, á bensínstöðvum sem var mikið að gera á og svo réði ég mig inn á lager í Prag.”

 

Eiginkonan, Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir, náði að fylgja eiginmanni sínum aðeins eftir á ferðalaginu. ,,Ég sendi hana Siggu út, við hittumst í Osló, fórum til Grikklands og Tyrklands. Tyrkland kom á óvart, allt önnur menning. Þetta er ekki týpískt evrópskt ef svo má að orði komast. Fólksfjöldinn er gríðarlegur og svo er það prúttmenningin. Þú veist aldrei hvað hlutirnir kosta, allir að prútta þó að maður sé bara að kaupa vatn. Ég þurfti að setja mig í ákveðnar stellingar, fyrst ætlaði ég að borga alltaf uppsett verð en með tímanum varð ég prúttklikkaður og varð að manneskju sem ég vildi ekkert vera. Maður hefur séð svona manneskju í bíómyndum að prútta og hugsar með sér, svona myndi ég aldrei gera en svo verður maður þessi manneskja,” sagði Júníus og hló.

Ný plata komin út

Júníus gaf út níu laga plötu þann 28. október síðastliðinn en hún var að mestum hluta tekin upp í bakgarðinum hjá honum. ,,Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek upp nánast allt upp hér í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið heima hjá mér þar sem ég er með studio. Smá part af plötunni þurfti ég að taka upp í Svarfaðardal en vinur minn fékk ekki frí í vinnu. Við fluttum því studíóið til hans en hann var í smá millibilsástandi þar sem hann þurfti að fá sér aðra vinnu eins og margir tónlistarmenn í covid,” sagði Júníus og bætti við að upptökurnar hefðu gengið mjög vel.

Hvað er framundan? ,,Ég spilaði á Airways tónlistarhátíðinni. Síðan er ég að pæla í að halda stórtónleika hérna heima eftir áramót. Ég fer svo eitthvað að túra um Evrópu eftir áramót.  Það er í raun alls konar framundan en það kemur allt í ljós frekar þegar platan kemur út þá fer boltinn af stað. Fólk fer að hringja og hugmyndir fara að fæðast,” sagði Júníus að endingu.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst