Með fyrstu vél sem lenti í Eyjum

Garðar Sigurðsson – Þingmaður og bæjarfulltrúi: Í jólablaði Frétta 1989 var stórt viðtal við Garðar Sigurðsson sem var bæjarfulltrúi og síðar þingmaður Alþýðubandalagsins. Garðar hafði setið tvö ár á þingi þegar Heimaeyjargosið hófst, 23. janúar árið 1973. Hann ætlaði til Eyja þá um helgina en komst ekki vegna veðurs, en var í fyrstu flugvélinni sem […]
Þakkarefni að ekki varð manntjón

Úr fundargerð bæjarstjórnar fyrir 50 árum: Árið 1973, þriðjudaginn 23. janúar kl. 10.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja á skrifstofu bæjarstjóra. Samkvæmt fundargerð sátu fundinn þeir Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurmundsson, Jón Traustason, Jóhann Friðfinnsson, Reynir Guðsteinsson, Guðmundur Karlsson og Guðlaugur Gíslason. Einnig voru mættir á fundinn yfirlögregluþjónn, slökkviliðsstjóri, rafveitustjóri og bæjartæknifræðingur. Forseti kvað sér […]
Fjölmenni við blysför (myndir)

Í gær var þess minnst með fjölmörgum atburðum að 50 ár er liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Vestmannaeyjar og flutti ávarp á minningarviðburði vegna eldgossins í Heimaey. Að morgni dags var haldinn minningarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar þar sem forseti var gestur og flutti ávarp. Þá heimsótti […]
Heilt bæjarfélag á vergangi og mikil óvissa

Sigurgeir Kristjánsson – Forseti bæjarstjórnar í gosinu – Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug – Unnu þrekvirki við uppbyggingu Sigurgeir Kristjánsson var forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja þegar gosið hófst á Heimaey. Hann boðaði til fundar í bæjarstjórn um morguninn kl.10:00, 23. janúar þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp var komin í bæjarfélaginu. Ríkisstjórn Íslands hélt fund daginn eftir og ákvað […]
Heimaey í loðnuleit

Í gær héldu alls fimm skip út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Til viðbótar við rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson, verða það loðnuskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði. Útgerðir uppsjávarveiðiskipa standa sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna. Vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi. Gert er […]