Heilt bæjarfélag á vergangi og mikil óvissa
24. janúar, 2023

Sigurgeir Kristjánsson – Forseti bæjarstjórnar í gosinu – Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug – Unnu þrekvirki við uppbyggingu

Sigurgeir Kristjánsson var forseti  bæjarstjórnar Vestmannaeyja þegar gosið hófst á Heimaey. Hann boðaði til fundar í bæjarstjórn um morguninn kl.10:00, 23. janúar þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp var komin í bæjarfélaginu. Ríkisstjórn Íslands hélt fund daginn eftir og ákvað að stofna fimm manna nefnd til að fara yfir hvaða afleiðingar náttúruhamfarirnar hefðu fyrir þjóðarbúið og hvaða úrræði væri helst hægt að grípa til að takast á við afleiðingarnar.

Nefndin fundaði í Vestmannaeyjum þann 24. janúar. Sigurgeir sat þann fund og marga aðra fundi nefndarinnar sem var undanfari Viðlagasjóðs. Guðlaugur Gíslason og Garðar Sigurðsson tóku sæti í stjórn Viðlagasjóðs þegar hann var stofnaður en á stjórnarfundi mætti Sigurgeir fyrir hönd bæjarins.

Hafnarbúðir miðpunkturinn

Verkefni bæjarstjórnar og starfsmanna bæjarins voru ærin og unnið að því að skipuleggja og koma málum í ákveðinn farveg á fastalandinu enda heilt bæjarfélag komið á vergang og mikil óvissa um framhaldið. Bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar fluttust í Hafnarbúðir í Reykjavík og þar var í byrjun gossins einskonar miðstöð fyrir Vestmanneyinga.

Skýrsla um starfsemi Vestmannaeyjabæjar í Hafnarbúðum birtist í Bliki 1974. Þar fjallar Georg Tryggvason m.a. um samskipti bæjarins við Almannaráð Ríkisins sem hafi verið mikil og náin. Þar segir að um tíma hafði bærinn haft fastan fulltrúa, Sigurgeir Kristjánsson, forseta bæjarstjórnar, á fundum ráðsins, sem haldnir voru daglega. Sátu þeir fyrstu dagana nærfellt stöðugt á fundum allan daginn og stundum raunar fram á nótt.

Ábyrgð Sigurgeirs var mikil

Þetta kemur heim og saman við upplifun ættingja Sigurgeirs sem muna þessa tíma og hægt að segja að hann hafi verið á kafi við vinnu enda bar hann mikla ábyrgð sem forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.  Aldrei taldi hann þessa vinnu eftir sér og leit á hana sem sjálfsagðan hlut enda lá mikið við. Meðfram bæjarmálunum var hann forstjóri Olíufélagsins í Vestmannaeyjum og sinnti því starfi í Reykjavík tímann sem hann var í borginni eða þangað til að fjölskyldan flutti aftur til Eyja.

Eftir að gosi lauk hófst mikið uppbyggingarstarf í Eyjum og að ýmsu að hyggja. Það hvíldi mikið á þeim sem voru í forsvari fyrir bæjarfélagið. Hvort sem það sneri að hreinsun bæjarins, uppbyggingu og skipulagi eða annarra þátta og stoða sem verða að vera til staðar í hverju bæjarfélagi. Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug á meðan gosinu stóð og unnu þrekvirki við uppbyggingu eftir að því lauk.

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir

 

 

 

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst