Góð byrjun hjá Eyjamönnum

Studdir af öflugum stuðningsmönnum hafði ÍBV betur í fyrsta leik í undanúrslitum handbolta karla gegn FH í kvöldi. Leikið var í Hafnarfirði og fór leikurinn 31:27 sem er gott veganesti fyrir ÍBV í næsta leik sem verður í Eyjum á sunnudaginn. Jafnt var á öllum tölum fram yfir miðjan seinni hálfleik þegar Eyjamenn sýndu hvað […]
Verkföll samþykkt með miklum meirihluta

Í tilkynningu frá Mbl.is kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi. Því er ljóst að þungi færist í verkfallsaðgerðir BSRB félaga en verkfallsboðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Þetta […]
Betur má ef duga skal – Versnandi afkoma í rekstri Vestmannaeyjabæjar

Á fundi bæjarstjórnar í dag fer fram síðari umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022. Stund milli stríða frá fyrri umræðu sem fór fram þann 23. mars s.l. Að taka áskorun alvarlega Það að umgangast fé og eigur bæjarbúa af varfærni er ekki bara verkefni heldur mikilvæg áskorun. Áskorun sem kjörnir fulltrúar, með umboði kjósenda, […]
Hafa gefið út 517 leyfi til strandveiða

Strandveiðar hófust í vikunni og hafa 535 umsóknir um strandveiðileyfi borist frá því opnað var fyrir umsóknir síðast liðin fimmtudag og 517 leyfi verið gefin út. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskistofu. Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 eru nú í fyrsta skipti afgreidd í gegnum stafrænt umsóknakerfi Ísland.is. Með þessari breytingu er […]
Fyrsta einvígi FH-ÍBV í Krikanum í dag
Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og FH í undanúrslitum Olísdeildar karla fer fram í dag kl. 19.00 í Kaplakrika í Hafnafirði. Fyllum Krikann og hvetjum peyjana til sigurs. Áfram ÍBV! (meira…)
Meiri getur spennan ekki orðið

Eftir eins marks tap ÍBV gegn Haukakonum á útivelli í öðrum leik úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn snerist dæmið við í kvöld. ÍBV vann með sama mun í kvöld 20:19 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Staðan er því tveir sigrar Eyjakvenna gegn einum sigri Hauka. Næsti leikur verður í Hafnarfirði á laugardaginn og þar […]