Eftir eins marks tap ÍBV gegn Haukakonum á útivelli í öðrum leik úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn snerist dæmið við í kvöld. ÍBV vann með sama mun í kvöld 20:19 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins.
Staðan er því tveir sigrar Eyjakvenna gegn einum sigri Hauka. Næsti leikur verður í Hafnarfirði á laugardaginn og þar getur ÍBV tryggt sér farmiðann í úrslitin.
Hrafnhildur Hanna var markahæst með 7 mörk, Ásta Björt 4, Elísa og Sunna 3, Harpa Valey 2 og Sara Dröfn 1. Marta varði 15 skot, þar af 2 víti. Birna Berg var fjarri góðu gamni en hún handarbrotnaði í síðasta leik.
Hrafnhildur Hanna var markahæst með sjö mörk.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst