Studdir af öflugum stuðningsmönnum hafði ÍBV betur í fyrsta leik í undanúrslitum handbolta karla gegn FH í kvöldi. Leikið var í Hafnarfirði og fór leikurinn 31:27 sem er gott veganesti fyrir ÍBV í næsta leik sem verður í Eyjum á sunnudaginn.
Jafnt var á öllum tölum fram yfir miðjan seinni hálfleik þegar Eyjamenn sýndu hvað í þeim býr.
Markahæstir Eyjamanna voru Kári Kristján með 8 mörk, Rúnar 7, Arnór 6 og Elmar 4. Pavel Miskevich var frábær í markinu og varði alls 14 skot.
Kári Kristján var markahæstur í kvöld með átta mörk.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst