Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heim­ir Hall­gríms­son stýrir mætir Mexíkó í undanúr­slitum Gull­bik­ars­ins í Norður- og Mið-Am­er­íku í fót­bolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úr­slit­un­um. Það var Am­ari’i Bell, leikmaður Lut­on í ensku úr­vals­deild­inni sem skoraði sig­ur­markið.  á 51. mín­útu eft­ir send­ingu frá Dem­arai Gray, leik­manni enska liðsins Evert­on. Í nýjasta […]

Makríll veiðist á gamalkunnugum slóðum við Eyjar

Gullberg VE kom til hafnar í dag með liðlega 1.100 tonn af makríl sem veiddur var að stórum hluta úti fyrir suðurströndinni. Síðustu 200 tonnin náðust suður af Vestmannaeyjum sem sætir tíðindum, segir Jón Atli Gunnarsson skipstjóri „Við vorum kallaðir inn til löndunar með um 900 tonn en freistuðum gæfunnar á heimleiðinni á grunnköntum við […]

Bærinn í hreinsunarátaki

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 5. júní sl. var efnt til hreinsunarátaks með áherslu á umgengni við lóðir og götur í íbúabyggð. Síðan þá hafa verið merktur 41 bíll utan lóðar, 78 bílar og lausamunir innan lóðar í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og sent áminningarbréf til 15 gámaeigenda. Eitthvað af bílum hafa síðan borist […]

Bregðast við lausagöngu búfjár

Er fram kemur í fundargerð frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs sl. mánudag, þá hefur nokkuð borið á lausagögnu sauðfjár í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði og í nokkrum tilfellum hafa lausar kindur valdið skemmdum í görðum. Sveitarfélagið hefur hafið undirbúning aðgerða til að beita þeim heimildum sem það hefur skv. lögum (sekt, leyfissviptingu eða ráðstöfun) til að […]

Aðstæður erfiðar við strenginn

Straumar og öldur hafa verið að gera viðgerðarmönnum Landsnets lífið leitt á viðgerðarstað Vestmannaeyjalínu 3. Aðstæður á hafsbotninum hafa verið erfiðar og þeir ekki enn náð að hreinsa ofan af gamla strengnum. Hreinsa þarf um 150 metra til að strengurinn skemmist ekki þegar honum er lyft upp úr sjónum. Pramminn, Henry P Lading, fór út […]

Strandveiðar stöðvaðar

Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi. Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki […]

Bárustígur málaður í regnbogalitum

Í dag, miðvikudaginn 12. júlí, verður hafist handa við að mála Bárustíginn frá gatnamótum Vesturvegs og Bárustígs að gatnamótum Strandvegar og Bárustígs í regnbogalitum, í anda regnbogafánans og í tilefni Hinsegin daga. Meðan á málun stendur verður Bárustígurinn lokaður fyrir akandi umferð frá kl. 8:00 til 19:00. Málningarvinnan hefst kl. 9:30 og er Vestmannaeyingum og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.