Í dag, miðvikudaginn 12. júlí, verður hafist handa við að mála Bárustíginn frá gatnamótum Vesturvegs og Bárustígs að gatnamótum Strandvegar og Bárustígs í regnbogalitum, í anda regnbogafánans og í tilefni Hinsegin daga. Meðan á málun stendur verður Bárustígurinn lokaður fyrir akandi umferð frá kl. 8:00 til 19:00. Málningarvinnan hefst kl. 9:30 og er Vestmannaeyingum og gestum Vestmannaeyja boðið að taka þátt í að mála götuna. Eru sem flestir hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst