Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi.
Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki áður en það fékk strandveiðileyfi þarf að sækja um almennt veiðileyfi áður en farið er til veiða. Hægt er að skoða hvort skip sé með veiðileyfi á vefsíðu Fiskistofu undir skipaleit en athugið að strandveiðileyfið gæti verið inni í nokkra daga þrátt fyrir að búið sé að fella það úr gildi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst