Allt undir á Hásteinsvelli á morgun

ÍBV verður á morgun í harðri baráttu við Fram, HK og Fylki um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Sigur á HK á útivelli um síðustu helgi, 0:1 gaf Eyjamönnum líflínu. Keflavík, sem mætir á Hásteinsvöll á morgun er fallið en er sýnd veiði en ekki gefin. Sigur á laugardaginn er skilyrði ætli […]
Vestmannaeyjabær styrkir Stígamót

Fyrir fundi fjölskyldu og tómstundaráðs lá beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024. Í niðurstöðu um málið kemur fram að Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að verða við ósk stígamótua um styrktarframlag frá Vestmannaeyjabæ upp á 100.000 kr. (meira…)
Þingmennirnir sem ekki mættu

„Dræm þátttaka þingmanna á fund með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum endurspeglar áhugaleysi að mati stjórnarmanns í fjórðungssambandi Vestfirðinga. Aðeins tveir þingmenn kjördæmisins boðuðu komu sína á fund með sveitarstjórum landshlutans,“ segir á ruv.is um heimsókn þingmanna til Vestfjarða í gær. Aðeins tveir af átta boðuðu komu sína sem Vestfirðingum fannst klént og afboðuðu fundinn. Ekki voru […]
Opinn laugardagsfundur í Ásgarði

Á morgun, laugardaginn 7. október kl. 11.00 verður Ásmundur Friðriksson frummælandi á laugardagsfundi í Ásgarði. Þar verður aðal málefni fundarins nýjar lausnir í sorpeyðingarmálum. Á fundinn koma Stefán Guðsteinsson og Júlíus Sólnes til að kynna nýja gerð af umhverfisvænum sorpbrennslustöðvum fyrir meðalstór sveitarfélög eins og Vestmannaeyjar. Efnið er afar áhugavert og eru allir velkomnir til […]
GRV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 en þá sameinuðust Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli. Skólanum er aldursskipt og eru nemendur á yngsta stigi í Hamarsskóla en þau eldri í Barnaskólahúsinu. Í skólanum hefur verið mótuð skýr stefnu um framtíðarsýn fyrir starfið á næstu árum þar sem helstu áherslur eru snemmtæk íhlutun, lestur og læsi, […]