Á morgun, laugardaginn 7. október kl. 11.00 verður Ásmundur Friðriksson frummælandi á laugardagsfundi í Ásgarði. Þar verður aðal málefni fundarins nýjar lausnir í sorpeyðingarmálum. Á fundinn koma Stefán Guðsteinsson og Júlíus Sólnes til að kynna nýja gerð af umhverfisvænum sorpbrennslustöðvum fyrir meðalstór sveitarfélög eins og Vestmannaeyjar. Efnið er afar áhugavert og eru allir velkomnir til fundarins að kynna sér málefnið.
Boðið verður upp á kaffi, súpu og brauð á fundinum.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst