Sunna og Sandra mynda fyrirliðateymi

Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, hefur verið skipaður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hún tekur við fyrirliðabandinu af Rut Jónsdóttur sem er í barneignaleyfi. RÚV greindi frá í gær. Ásamt Sunnu munu Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sandra Erlingsdóttir mynda fyrirliðateymi. Sunna er 34 ára gömul og á 75 landsleiki að baki. Í þeim hefur hún gert […]
Kanna fýsileika jarðganga á milli lands og Eyja

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Skipunartími starfshópsins er frá 15. september og nær til verkloka sem eru áætluð eigi síðar en 31. júlí 2024. Hópurinn hefur þegar hafið störf og fundaði föstudaginn 6. október síðastliðinn. Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Handboltastrákarnir leggja land undir fót í dag þegar þeir mæta Aftureldingu í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ í sjöttu umferð Olísdeildarinnar. Um er að ræða liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Ferðalaginu líkur ekki í Mosfellsbæ því strákarnir fljúga á af landi brott á morgun og spila í […]
Fóru í tíu útköll

Hvassviðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar síðastasólarhringinn er nú gengið niður. En meðlvindhraði á Stórhöfða var yfir 20 m/s í 17 klukkustundir samfellt í gær og fór í 40 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir þá hafa sinnt 10 útköllum öllum í gærdag. “Við fengum að sofa í nótt, þetta voru 10 verk […]
GRV einn fimm skóla tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er Kveikjum neistann verkefni Grunnskólans í Vestmannaeyjum tilnefnt fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, ásamt fjórum […]