Hvassviðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar síðastasólarhringinn er nú gengið niður. En meðlvindhraði á Stórhöfða var yfir 20 m/s í 17 klukkustundir samfellt í gær og fór í 40 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir þá hafa sinnt 10 útköllum öllum í gærdag. “Við fengum að sofa í nótt, þetta voru 10 verk í heildina, bílskúrshurðir sem fuku inn, þakplötur losnuðu, hjólhýsi á hliðinni, grindverk sem brotnuðu og minni hlutir sem fóru á ferðina.” Hann segir veðrið ekki hafa valdið neinu stóru tjóni en víða hafi orðið eitthvað eignatjón.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst