Að gefnu tilefni

Við hjónin fórum til Reykjavíkur um síðustu helgi, sem er í sjálfu sér algjört aukaatriði, en við gistum í miðbæ Reykjavíkur, beint á móti mathöllinni við Hlemm en á föstudagskvöldið ætluðum við einmitt að fara út að borða á einhverjum af þessum nýju stöðum í miðbænum, en allsstaðar þar sem við komum var biðröð út […]
Guðný Geirsdóttir valin í A-landslið

Eyjakonan og markvörðurinn Guðný Geirsdóttir hefur verið valin í A-landslið Íslands í fyrsta skiptið. Guðný átti mjög gott tímabil með ÍBV og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins. Guðný er 25 ára og skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni […]
Taka út vinnutímastyttingu í heilum dögum

Stytting vinnuvikunnar og kjaramál voru á dagskrá bæjarráðs í síðustu viku. Lagðar voru fyrir bæjarráð niðurstöður úr kosningu um fyrirkomulag vinnutímastyttingar stjórnenda og starfsfólks í Kirkjugerði og Víkinni. Niðurstöður eru þær að það starfsfólk sem er í FSL, Stavey og Drífanda vill taka 13 mínútna lágmarksstyttingu og óskar eftir að taka hana út í uppsöfnuðum […]
Áhugaverður leikur í bikarnum í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla. Þar ber að sjálfsögðu hæst viðureign ÍBV-B og Vals. Lið Vals situr á toppi Olísdeildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en eina tap Vals í vetur átti sér stað í Vestmannaeyjum og binda meðlimir B-liðsins miklar vonir við þá staðreynd. Bæði lið eru þekkt fyrir hraðan og skemmtilegan leikstíl og […]
Segja ársreikning ekki uppfylla lágmarksviðmið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni sem leið fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. Sætir undrun […]