Mikkel þjálfar áfram hjá ÍBV

mikkel_hasling_ph_alexander_hugi.jpg

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling verður áfram starfandi hjá ÍBV út árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Mikkel sem er 32 ára Dani hefur verið markmannsþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla og kvenna og eru mikil gleðitíðindi að hann verði áfram hjá félaginu. Mikkel hefur starfað hjá félaginu við góðan orðstír síðastliðin tvö […]

Allt að 600 tonn á sólarhring

vsv_2016-6.jpg

Hafist var handa í dag við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar. Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá, segir í frétt á […]

619 milljónir í Landeyjahöfn í fyrra

alfsnes_landey_tms

Fram til ársins 2020 (að því meðtöldu) var stofn- og fjárfestingakostnaður við Landeyjahöfn um 8,2 ma.kr. Stærsti einstaki liðurinn er viðhaldsdýpkun (eða um 45%) og vakti Ríkisendurskoðun athygli á því í stjórnsýsluúttekt að hann væri á 10 árum, orðinn hærri en kostnaður við byggingu hafnarinnar sjálfrar auk endurbóta (3,3 ma.kr.). Þá var bent á í […]

Tillaga um Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær en fyrir bæjarráði lágu vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ. Í niðurstöðu um málið segir “Eftir ítarlegt ráðningarferli samþykkir bæjarráð að gera tillögu til […]

Rúmlega 30% hækkun

varmad_stod_1020.jpg

HS Veitur hf. hafa tilkynnt um 18% hækkun á gjaldskrá til húshitunar í Vestmannaeyjum og tók hækkunin gildi 1. janúar sl. Þetta er önnur hækkunin á stuttum tíma því í september sl. hækkaði gjaldskráin um 15%. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Bæjarstjóri hefur sent fyrirspurn á orkumálastjóra og orkumálaráðherra og […]

Leggja til að Drífa verði ráðin

IMG_3164

Starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar var auglýst laust til umsóknar í lok síðasta árs. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrir ráðinu hafi legið vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá […]

Algjört ráðaleysi af hálfu ríkisins

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru til staðar. Í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja segir að öllum sé ljóst að höfnin sé ekki sú heilsárshöfn […]

Lekaleit í Vestmannaeyjum

Þar sem neðansjávarvatnslögnin fyrir neysluvatn er mikið löskuð og lýst hefur verið yfir hættustigi Almannavarna er mikilvægt að undirbúa þann möguleika að lögnin gefi sig. Liður í því er að huga að vatnssparnaði með það að markmiði að neysluvatnsbirgðir dugi sem lengst hætti lögnin að skila vatni til Eyja. Þetta kemur fram í frétt á […]

Vestmannaeyjar á lista New York Times yfir staði til að heimsækja

Bandaríska tímaritið New York times birti í gær lista yfir 52 staði til að heimsækja árið 2024. Vestmannaeyjar er meðal þessara staða að mati dagblaðsins. Blaðamaðurinn Nicholas Gill skrifaði eftirfarndi umsögn um Vestmannaeyjar í blaðinu. “Ný rafmagnsferja tengir meginland Íslands við þennan litla eyjaklasa – Vestmannaeyjar – við suðurströnd landsins, þar sem stærsta lundabyggð heims […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.