Mikkel þjálfar áfram hjá ÍBV
10. janúar, 2024
mikkel_hasling_ph_alexander_hugi.jpg
Mikkel Hasling. Ljósmynd/ibvsporr.is

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling verður áfram starfandi hjá ÍBV út árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Mikkel sem er 32 ára Dani hefur verið markmannsþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla og kvenna og eru mikil gleðitíðindi að hann verði áfram hjá félaginu.

Mikkel hefur starfað hjá félaginu við góðan orðstír síðastliðin tvö tímabil og meðal annars komið að markmannsþjálfun yngri markvarða, mikil ánægja er hjá félaginu með hans störf.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst