Starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar var auglýst laust til umsóknar í lok síðasta árs.
Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrir ráðinu hafi legið vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ.
Eftir ítarlegt ráðningarferli samþykkir bæjarráð að gera tillögu til bæjarstjórnar um að ráða Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar. Tillagan verður lögð fram á næsta fundi bæjarstjórnar þann 25. janúar næstkomandi.
https://eyjar.net/sex-sottu-um-starf-framkvaemdastjora/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst