Suðurey í dag

Það er blíða í Eyjum í dag. Halldór B. Halldórsson nýtti blíðuna í drónaflug um Suðurey. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Trölli safnaði 670 þúsund fyrir Barnaspítalann

Trölli sem stal jólunum eða Grinch eins og margir þekkja hann fór á stjá í Vestmanna- eyjum rétt fyrir jólin. Grinch stal heldur betur senunni og voru börn sem og fullorðnir ánægð með að sjá hann hvert sem hann fór, þó stundum hafi nokkur hræðsla gert vart við sig enda óútreiknanlegur. Grinch kvaddi svo Eyjamenn […]
Ný deild byggð við Kirkjugerði

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Dalhraun 1. Þar sótti Páll Poulsen fh. Vestmannaeyjabæjar um byggingarleyfi fyrir 81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði. Var umsóknin samþykkt, og tekið fram að niðurstaða afgreiðslufundar feli í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við lög um mannvirki. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur […]
Fært á háflóði

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn í morgun og ljóst er að dýpi er ekki nægilegt til þess að sigla þangað nema á háflóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir ennfremur að Álfsnesið sé mætt til dýpkunar en afköstin eru takmörkuð þegar grunnt er í höfninni og sæta þarf færist milli flóðs […]
Rætt um stöðu vatnslagnar

Bæjarráð ræddi um stöðu vatnsveitumála í Vestmanneyjum og þá afstöðu HS Veitna sem liggja fyrir í bréfum félagsins til sveitarfélagsins vegna viðgerðar á neðansjávarlögninni til Eyja. Fulltrúar sveitarfélagsins og HS-Veitna munu funda með innviðaráðuneytinu í vikunni til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Niðurstaða Bæjarráð telur nauðsynlegt að halda til haga að árið […]
Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja lagði umsjónarfélagsráðgjafi fram yfirlit yfir umfang fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023. Fram kemur að fjöldi einstaklinga og fjölskyldna sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2023 er hærri en ári áður. Hluti af fjölguninni er m.a. tilkoma flóttafólks sem Vestmannaeyjabær tók á móti á árinu 2023. Einnig eru fleiri langtímanotendur fjárhagsaðstoðar nú […]