Dýpi var mælt í Landeyjahöfn í morgun og ljóst er að dýpi er ekki nægilegt til þess að sigla þangað nema á háflóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir ennfremur að Álfsnesið sé mætt til dýpkunar en afköstin eru takmörkuð þegar grunnt er í höfninni og sæta þarf færist milli flóðs og fjöru. Ölduspá er hagstæð næstu daga til dýpkunar.
Laugardagur 13.janúar
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00 (Áður ferð kl. 17:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:00 (Áður ferð kl. 20:45)
Sunnudagur 14.janúar
Herjólfur siglir tvær ferðir til Landeyjahafnar á háflóði.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 19:00 (Áður ferð kl. 17:00)
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 (Áður ferð kl. 10:45) og 20:00 (Áður ferð kl. 20:45)
*Því miður passar áætlun Strætó ekki við brottfarir Herjólfs.
Tilkynning vegna siglinga á mánudag verður gefin út fyrir kl. 15:00 á sunnudag, segir að endingu í tilkynningu skipafélagsins.
Nýjustu dýptarmælinguna má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst