Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Dalhraun 1. Þar sótti Páll Poulsen fh. Vestmannaeyjabæjar um byggingarleyfi fyrir 81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði.
Var umsóknin samþykkt, og tekið fram að niðurstaða afgreiðslufundar feli í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við lög um mannvirki. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Hér að neðan má sjá hvar byggingin kemur til með að rísa.
https://eyjar.net/plassum-a-leikskola-fjolgad/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst