Herjólfur siglir ekki í fyrramálið

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður ferðir Herjólfs kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Þorlákshöfn í fyrramálið bæði vegna veðurs og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað […]

Gul viðvörun: Suðvestan hríð

Snjor_DSC_1531

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Faxaflóa. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir suðvestan hríð og tekur viðvörunin gildi á laugardagsmorgun kl. 06:00 og gildir til kl. 15:00 samdægurs. Í viðvörunartexta segir: Suðvestan 15-20 m/s og éljagangur. Fólk er hvatt til að sýna aðgát. Veðurhorfur á landinu næstu […]

Allir samþykkir að ráða Drífu

Drifa_radhus (1000 x 667 px) la

Bæjarstjórn samþykkti í gær með níu samhljóða atkvæðum tillögu bæjarráðs um að ráða Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar. Í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda segir að Drífa hafi lokið diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Áður hafði hún lokið B.Ed. prófi í grunnskólafræðum, með íslensku sem sérsvið, frá Kennaraháskóla Íslands og […]

Thelma framlengir við ÍBV

thelma-sol-ibvsp

Eyjakonan Thelma Sól Óðinsdóttir hefur skrifað undir samning næstu tvö árin við knattspyrnudeild ÍBV. Thelma hefur leikið 47 leiki í efstu deild síðustu þrjú árin fyrir ÍBV og 62 leiki samtals í efstu deild og bikarkeppni KSÍ frá því að hún spilaði sinn fyrsta leik 17. júlí 2018, fyrsti byrjunarliðsleikurinn kom 27. september 2020. Thelma […]

Drífa framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í gær tillögu bæjarráðs Vestmannaeyja um ráðningu Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Drífa skiptir um stól því fyrir var hún fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs. Um Drífu segir: Drífa lauk diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, áður hafði hún lokið B.Ed. […]

Ófær til siglinga stóran hluta vetrarins

Herjólfsferð

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í gær. Staðan hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin ekki tilbúin Fram kemur […]

Aðalfundur Líknar

Aðalfundur Kvenfélagsins Líknar fer fram mánudaginn 5. febrúar 2024 kl: 19:00 í húsnæði Líknar, að Faxastíg 35. Dagskrá aðalfundar er: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Ársskýrsla stjórnar lögð fram. 3. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. 4. Ársskýrsla hússtjórnar og reikningar lagðir fram. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Lög félagsins. 7. Kosning stjórnar. 8. Kosning […]

„Ufsarjátl, sem gleður menn mjög“

bergey_bergur_op

Eins og svo oft áður lönduðu ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE fullfermi í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag, Bergur um morguninn og Vestmannaey um kvöldið. Afli Bergs var að mestu ýsa, ufsi og þorskur en afli Vestmannaeyjar mest ýsa og þorskur, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á […]

Fjölgun á ljósleiðaraneti Eyglóar

Eftirfarandi hús geta nú sótt um ljósleiðaratengingu hjá þjónustuveitu sinni. Ásavegur 18 Ásavegur 20 Ásavegur 22 Ásavegur 23 Ásavegur 26 Ásavegur 27 Ásavegur 28 Ásavegur 29 Ásavegur 30 Ásavegur 31 Ásavegur 32A Ásavegur 33 Birkihlíð 16 Birkihlíð 17 Birkihlíð 19 Birkihlíð 20 Birkihlíð 22 Birkihlíð 26 Búastaðabraut 1 Búastaðabraut 2 Búastaðabraut 3 Búastaðabraut 5 Búastaðabraut […]

Það sem bæjarstjórn ræddi ekki

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er æðsta vald Vestmannaeyjabæjar. Þar sitja níu kjörnir fulltrúar. Í gær var fyrsti fundur bæjarstjórnar á árinu. Fyrsti fundur síðan síðasta hækkun HS Veitna gekk yfir bæjarbúa. HS Veitur hafa í tvígang – með skömmu millibili – hækkað gjaldskrá sína á íbúa í Vestmannaeyjum. Auk þess lækkaði hitastigið á vatninu. Fyrirtækið nýtur þeirra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.