Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Faxaflóa.
Á Suðurlandi er gert ráð fyrir suðvestan hríð og tekur viðvörunin gildi á laugardagsmorgun kl. 06:00 og gildir til kl. 15:00 samdægurs.
Í viðvörunartexta segir: Suðvestan 15-20 m/s og éljagangur. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.
Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él, en léttir til seinnipartinn norðaustantil. Hvessir um kvöldið. Frost 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 og rigning eða snjókoma, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig, en kólnar aftur vestantil með éljum um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 og él en 10-18 með slyddu eða snjókomu austast framan af degi. Léttir til norðaustantil síðdegis. Frost 0 til 6 stig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst