Vestmannaeyjabær og Hljómey í samstarf

Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið. Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi […]
Bærinn og Hljómey í samstarf

Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið. Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi […]
„Bara eins og ef Vestmannaeyingur myndi skrópa á Þjóðhátíð“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata kvaddi sér hlóðs undir liðinum um fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ræddi hann þar aðkomu stjórnvalda að kauptilboði Landsbankans í TM. Í ræðu Andrésar tók hann samlíkingardæmi frá Eyjum. „Hvaða þingmaður Vestmannaeyja myndi reikna með að fá endurkjör eftir slíkt fíaskó?“ „Ég vil bara taka undir þá sjálfsögðu kröfu […]
Heildarfjöldi mála eru 145

Silja Rós Guðjónsdóttir, umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála eru 145 sem er um […]
Helgi rýnir í gamalt mannshvarf.

Helgi Bernódusson frá Borgarhól, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, leitar nú manns sem ekkert virðist hafa spurst til síðan hann hvarf í Vestmannaeyjum árið 1963, 26 ára gamall. Helgi skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið um þetta mál. „Árið 1963 hvarf í Vestmannaeyjum 26 ára gamall Ungverji, Imre Bácsi. Hann var „ljúfur og indæll drengur“ eins og einn heimildarmaður segir. Imre hafði þá dvalist […]
Íbúafundinum frestað til 3. apríl

Fresta þarf íbúafundinum sem átti að fara fram í dag til 3. apríl vegna óviðráðanlegra aðstæðna. (meira…)
Mikil viðhaldsþörf

Hákon Helgi Bjarnason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja mætti á fund fjölskyldu- og tómstundarráðs í síðustu viku og gerði grein fyrir stöðu Íþróttamiðstöðvarinnar. Íþróttamiðstöðin er ein af þeim stofnunum bæjarins sem að mjög stór hópur bæjarbúa sækir dags daglega. Mikil viðhaldsþörf er hjá Íþróttamiðstöðinni og mikill tími og kostnaður sem fer í lagfæringar. Undirbúningur er hafinn að […]
Fyrri ferð dagsins til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Landeyjahafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00þ Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag skv. áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. (meira…)