Silja Rós Guðjónsdóttir, umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðu samþættrar þjónustu í þágu barna á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel.
Heildarfjöldi mála eru 145 sem er um 15,5% barna í sveitarfélaginu. Um 65% mála eru svokölluð 1. stigs mál sem eru vægustu málin. Um 34% eru 2. stigs mál og 1% 3. stigs mál. Stærsti hluti barnanna eru á yngsta stigi grunnskóla. Nokkur færsla er á málum milli stiga eða mál lokað. Vestmannaeyjabær er eitt af frumkvöðlasveitarfélögum varðandi innleiðingu á umræddum lögum, að því er fram kemur í fundargerð fræðsluráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst