Söfnuðu tæplega 8 milljónum fyrir Grindvíkinga

Lionsklúbbur Vestmannaeyja fagnar í dag 50 ára afmæli klúbbsins. Af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í veislusal Einsa Kalda í gærkvöldi. Á áttunda tug mættu í veisluna sem var öll hin glæsilegasta. Hápunktur kvöldsins var þegar að fulltrúar Lionsklúbbsins í Eyjum afhentu fulltrúum Lionsklúbbs Grindavíkur afrakstur söfnunar sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur innan […]
Opnað fyrir umsóknir í vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar 2024. Foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2008, 2009 2010 og 2011 geta sótt um rafrænt hér – Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl. Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, frá júní og fram í ágúst. Allir unglingar í 7., 8., 9., og 10. bekk grunnskólans með heimili í […]
Erlendum ríkisborgurum fjölgar

Erlendir ríkisborgarar í Vestmannaeyjum eru nú orðnir 14,4% af íbúafjölda bæjarins. Þetta má sjá í nýjum gögnum um íbúafjölda í mælaborði Byggðastofnunar. Þar má lesa úr að íbúafjöldi í byrjun ársins hafi verið 4.444 í Eyjum. Þar af eru erlendir ríkisborgarar 639 talsins eða 14,4%. 376 karlar (58,8%) og 263 konur (41,2%). Meðalaldur erlendra ríkisborgara […]
Á kolmunna suður af Færeyjum

Uppsjávarskip Ísfélagsins halda brátt til veiða. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins fara Heimaey og Sigurður á kolmunnaveiðar um eða eftir helgi. Aðspurður um veiðisvæðið segir hann að það verði væntanlega sunnan við Færeyjar eins og venjan er um þennan árstíma, en siglingin frá Eyjum tekur um 30 tíma á miðin. „Við reiknum með tveimur kolmunnatúrum […]