Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Vestmannaeyjabæjar 2024. Foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2008, 2009 2010 og 2011 geta sótt um rafrænt hér – Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl.
Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, frá júní og fram í ágúst. Allir unglingar í 7., 8., 9., og 10. bekk grunnskólans með heimili í Vestmannaeyjum hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum. Unglingar í 7. bekk geta aðeins valið um vikur frá 15. júlí til 16. ágúst. Unglingum er skipt í hópa og hver hefur sinn flokksstjóra. Stefnt er að hafa verkefnin sem fjölbreyttust en sem fyrr eru garðyrkjustörf og almenn umhirða bæjarfélagsins langstærsti þátturinn í vinnuskólanum.
Í flestum tilfellum er Vinnuskólinn fyrstu kynni ungmenna af launaðri vinnu og því mikilvægt að vel takist til. Það er því nauðsynlegt að umræðan á heimili sem og umfjöllun í samfélaginu sé á jákvæðum nótum. Gott er t.d. að hafa í huga að starfsfólk vinnuskóla á rétt á bæði matar- og kaffitímum. Þar sem þau hafa ekki neina sérstaka aðstöðu til umræðu er ekki óeðlilegt að þau sjáist sitja og hvíla sig öðru hvoru.
Starfstími unglinganna er misjafn eftir árgöngum:
– Árgangur 2010, 25 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09 -16 með klukkustunda matarhlé milli 12-13 mánudaga til föstudaga, hægt er að vinna hálfan daginn sé þess kosið. Valdar eru hámark 5 vikur af þeim sem eru í boði.
– Árgangur 2009, 30 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09 -16 með klukkustunda matarhlé milli 12- 13 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 6 vikur af þeim sem eru í boði.
– Árgangur 2008, 35 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09 -16 með klukkustunda matarhlé milli 12-13 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 7 vikur af þeim sem eru í boði.
Reynt verður að koma til móts við óskir um tímabil eftir fremsta megni. Mjög áríðandi er að skila umsóknum fyrir 14. apríl.
Laun
Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglinga í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Vinnuskólinn er þó ekki einungis vinna heldur er einhver tilbreyting innifalin í skólanum, eins og í öðrum skólum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst