Lionsklúbbur Vestmannaeyja fagnar í dag 50 ára afmæli klúbbsins. Af því tilefni var efnt til afmælisfagnaðar í veislusal Einsa Kalda í gærkvöldi.
Á áttunda tug mættu í veisluna sem var öll hin glæsilegasta. Hápunktur kvöldsins var þegar að fulltrúar Lionsklúbbsins í Eyjum afhentu fulltrúum Lionsklúbbs Grindavíkur afrakstur söfnunar sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur innan Lions hreyfingarinnar á Íslandi. Söfnuðust alls 7.750.000,-.
Þá voru einnig nokkrir félagar í Lionsklúbbi Vestmannaeyja heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn síðustu áratugi. Ómetanlegt fyrir bæjarfélagið að hafa jafn öflugan klúbb starfandi í bæjarfélaginu.
Myndasyrpu frá afmælisveislunni má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst