Matey lofuð í Time Out

Matarhátíðin Matey fær mikið lof í breska vefritinu Time Out í dag. Þar gerir blaðamaðurinn Ella Doyle upp heimsókn sína til Vestmannaeyja síðasta haust. „Þegar maður hugsar um Ísland hugsar maður um hveri, fossa, svartar sandstrendur og norðurljós. Og þegar maður hugsar um mat á Íslandi þá hugsar maður um Reykjavík. Hvers vegna myndirðu ekki? […]
Hvað gerir hafnadeild Vegagerðarinnar?

Morgunfundur Vegagerðarinnar um hafnir og rannsóknir tengdar höfnum og sjóvörnum. Á morgunfundi Vegagerðarinnar, fimmtudaginn 11. apríl klukkan 9:00-10:15, verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi. Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari […]
Elmar Erlingsson til Þýskalands

Miðjumaðurinn ungi Elmar Erlingsson hefur samið við þýska félagið HSG Nordhorn sem leikur í næst efstu deild þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Elmar hefur staðist læknisskoðun og verður gjaldgengur með félaginu í haust þegar keppni hefst á ný. Elmar hefur leikið vel fyrir ÍBV í vetur og var á dögunum útnefndur besti […]
Eldsvoðar af mannavöldum

Undanfarna daga hefur Slökkvilið Vestmannaeyja fengið nokkrar tilkynningar um eld í sinu. Í facebookfærslu slökkviliðsstjóra segir að í hádeginu á föstudaginn hafi kviknað í sinu á túninu við Höllina þar sem líklega var um að ræða slys vegna sígarettu sem hent hefur verið út um bílglugga. Seint á laugardagskvöldið var svo eldur laus í sinu […]
Andlát: Ursula Guðmundsson

Ástkær móðir mín, amma, langamma og langalangamma, URSULA GUÐMUNDSSON, Húsmóðir Löngumýri 24, Garðabæ áður Illugagötu 11, Vestmannaeyjum lést miðvikudaginn 20. mars á Landsspítalanum í Fossvogi. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda S. Helena Jónasdóttir – Halldór Almarsson Sonja Margrét Halldórsdóttir – Sverrir Björn Björnsson Anna Lena Halldórsdóttir – […]
Sérstök forgangsröðun fjármuna

Almenn umræða um stöðu loðnuveiða fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. “Loðnubrestur er orðin staðreynd, sá þriðji á fimm árum með tilheyrandi afleiðingum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Loðnubrestur er högg fyrir bæði uppsjávarsveitarfélög og þjóðarbúið allt. Það er afar sérstök forgangsröðun fjármuna að ríkið skuli ekki setja meira fjármagn í loðnurannsóknir og […]
Frátafir vegna ölduhæðar og dýpis – uppfært

Ferð kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna ölduhæðar og dýpis í Landeyjahöfn. Hvað varðar siglingar kl. 14:30/15:45 verður gefin út tilkynning fyrir kl. 14:00 í dag, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Farþegar sem eiga bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá skrifstofu Herjólfs til þess […]
Íbúafundur í dag

Í dag 10.apríl fer fram íbúafundur um málefni Herjólfs ohf kl. 17:30 í Akóges. Dagskrá: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)
Íbúafundur í dag

Í dag verður haldinn íbúafundur um málefni Herjólfs. Það er Herjólfur ohf. sem boðar fundinn sem verður í Akóges og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá fundarins er a þessa leið: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)