Hljómey lætur hljóma í kvöld

Í kvöld verður hin stórglæsilega tónlistarhátíð, Hljómey í Vestmannaeyjum haldiní annað sinn. Setning er klukkan 16.00 í Landbankanum en í kvöld taka við tónleika frábærrs listafólks vítt og breitt um bæinn. Hátíðin er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Partyland og Westman Islands Inn. Þá taka […]

Snýr aftur til Eyja

Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp í Búlgaríu. Hún er 25 ára markvörður sem var varamarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð. Hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum um nokkurt skeið og kom upphaflega til ÍBV frá Clayton State háskólanum, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. ÍBV hefur leik […]

Gullver landar í Eyjum

gullver_eyjar_ads

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Vestmannaeyjum á síðasta degi vetrar. Aflinn var 85 tonn, meirihlutinn ýsa en einnig karfi. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvort ekki hefði gengið vel að fiska. „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Staðreyndin er sú að […]

Hreinsunardagur ÍBV á morgun

Á laugardaginn 27.apríl á milli kl 13-15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja málefninu lið og […]

Andlát: Bjarney S. Erlendsdóttir (Baddý frá Ólafshúsum)

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarney S. Erlendsdóttir (Baddý frá  Ólafshúsum) Vestmannaeyjum, lést á  Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, miðvikudaginn 24. apríl. Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. maí nk. Kl. 14:00 Erla Ó. Gísladóttir – Kristinn Ó. Grímsson Grímur Gíslason – Guðrún Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. (meira…)

Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

DCIM100MEDIAYUN00061.jpg

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni. Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan […]

Hreinsunardagur ÍBV

hasteinsvollur_2017.jpg

Á morgun, laugardag á milli kl. 13 og 15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag.  Mæting er við Hásteinsvöll og á að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að […]

Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins

Blaðamaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson birti í morgun grein á ruv.is um flottustu fótboltavelli Íslands fyrir íþróttadeild RÚV. Það kemur fáum á óvart að Hásteinsvöllur var valinn flottasti völlur landsins af einvala hópi álitsgjafa. Þá voru Týsvöllur og Helgafellsvöllur einnig teknir fyrir. Hópinn skipa: Andri Geir Gunnarsson, annar helmingur fótbolta- og lífsstílshlaðvarpsins Steve Dagskrá Arna Sif […]

ÍBV og Valur mætast í Eyjum

DSC_5134

Annar leikur ÍBV og Vals í undanúrslitaeinvígi liðanna verður leikinn í Eyjum í kvöld. Valur hafði sigur í fyrsta leiknum og leiðir því einvígið. Leikurinn hefst klukkan 19:40 en “Fanzon” opnar kl. 18:30, þar sem hægt verður að fá Pizzur og veigar frá Ölgerðinni. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.