Hljómey lætur hljóma í kvöld

Í kvöld verður hin stórglæsilega tónlistarhátíð, Hljómey í Vestmannaeyjum haldiní annað sinn. Setning er klukkan 16.00 í Landbankanum en í kvöld taka við tónleika frábærrs listafólks vítt og breitt um bæinn. Hátíðin er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Partyland og Westman Islands Inn. Þá taka […]
Snýr aftur til Eyja

Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik eftir stutt stopp í Búlgaríu. Hún er 25 ára markvörður sem var varamarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð. Hún hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum um nokkurt skeið og kom upphaflega til ÍBV frá Clayton State háskólanum, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. ÍBV hefur leik […]
Gullver landar í Eyjum

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði í Vestmannaeyjum á síðasta degi vetrar. Aflinn var 85 tonn, meirihlutinn ýsa en einnig karfi. Rætt er við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvort ekki hefði gengið vel að fiska. „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Staðreyndin er sú að […]
Hreinsunardagur ÍBV á morgun

Á laugardaginn 27.apríl á milli kl 13-15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja málefninu lið og […]
Andlát: Bjarney S. Erlendsdóttir (Baddý frá Ólafshúsum)

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarney S. Erlendsdóttir (Baddý frá Ólafshúsum) Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, miðvikudaginn 24. apríl. Útförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. maí nk. Kl. 14:00 Erla Ó. Gísladóttir – Kristinn Ó. Grímsson Grímur Gíslason – Guðrún Hjörleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. (meira…)
Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni. Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan […]
Andlát: Bjarney S. Erlendsdóttir

(meira…)
Hreinsunardagur ÍBV

Á morgun, laugardag á milli kl. 13 og 15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag. Mæting er við Hásteinsvöll og á að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður öllum boðið í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að […]
Hásteinsvöllur valinn flottasti völlur landsins

Blaðamaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson birti í morgun grein á ruv.is um flottustu fótboltavelli Íslands fyrir íþróttadeild RÚV. Það kemur fáum á óvart að Hásteinsvöllur var valinn flottasti völlur landsins af einvala hópi álitsgjafa. Þá voru Týsvöllur og Helgafellsvöllur einnig teknir fyrir. Hópinn skipa: Andri Geir Gunnarsson, annar helmingur fótbolta- og lífsstílshlaðvarpsins Steve Dagskrá Arna Sif […]
ÍBV og Valur mætast í Eyjum

Annar leikur ÍBV og Vals í undanúrslitaeinvígi liðanna verður leikinn í Eyjum í kvöld. Valur hafði sigur í fyrsta leiknum og leiðir því einvígið. Leikurinn hefst klukkan 19:40 en “Fanzon” opnar kl. 18:30, þar sem hægt verður að fá Pizzur og veigar frá Ölgerðinni. (meira…)