Hreinsunardagur ÍBV á morgun
26. apríl, 2024

Á laugardaginn 27.apríl á milli kl 13-15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring.

Í lokin verður síðan öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja málefninu lið og mæta og gera svæðið okkar fegurra sem og sér glaðan dag í leiðinni. 

 

ÍBV vill með þessu leggja sitt að mörkum til Stóra Plokkdagsins sem er annars á sunnudeginum  En þar sem við ætlum mörg hver að fylgja handboltapeyjunum okkar í leik þeirra gegn FH á sunnudeginum í Hafnarfirði, þá ætlum við að taka forskot á daginn með því að hreinsa vel í kringum okkur á laugardeginum.

 

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst