Veðrið lék við hlauparana – myndir

Það voru glaðlegir 1.370 hlauparar sem lögðu í hann í hádeginu í dag í The Puffin Run. Ekki skemmdi fyrir að í Eyjum var blíðskapar veður þegar hlaupið fór fram. Magnús Bragason, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði í samtali við Eyjar.net fyrir helgi að þátttakan í ár sé metþátttaka. Meðal hlaupara eru margir af bestu […]
Dýpkun innan hafnar næst á dagskrá

Í fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var umræða um samgöngumál. Þar var staðan á Landeyjahöfn rædd. Fram kemur í fundargerðinni að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan í hafnarmynninu og á rifinu orðin góð og fer dýpkunarskipið nú í önnur verkefni í tvær vikur en kemur svo aftur til dýpkunar innan hafnar. (meira…)
12,5 milljónir söfnuðust fyrir Grindvíkinga

Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum. Söfnunin náði svo hámarki í gær þegar haldnir voru styrktarhljómleikar í Höllinni, undir yfirskriftinni “Heim á ný”. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru tónleikarnir stórskemmtilegir fyrir fullum sal af gestum. Á tónleikunum kom fram tónlistarfólk […]
Vilja að fjármálaráðherra falli frá öllum kröfum

Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess […]
Georg tekur sæti á Alþingi

Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun taka sæti á Alþingi eftir helgi. Aðspurður um hvaða mál hann stefni á að taka upp á þinginu segir Georg að hann hafi skoðanir á öllum málum. „Ég hef kannski sérstakan áhuga á að ræða sjávarútvegsmálin, bæði þá staðreynd að kvótakerfið er 40 ára gamalt í ár […]
Fyrsti leikur ÍBV í deildinni í dag

Karlalið ÍBV hefur leik í Lengjudeildinni í dag, þegar liðið mætir Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli. Bæði lið hafa lokið keppni í Mjólkurbikarnum, ÍBV tapaði gegn Grindavík á meðan Dalvík/Reynir tapaði fyrir Aftureldingu. Það má því búast við baráttuleik á Dalvíkurvelli í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.00. (meira…)