Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum.
Söfnunin náði svo hámarki í gær þegar haldnir voru styrktarhljómleikar í Höllinni, undir yfirskriftinni “Heim á ný”. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru tónleikarnir stórskemmtilegir fyrir fullum sal af gestum.
Á tónleikunum kom fram tónlistarfólk úr Eyjum og víðar að og rann allur aðgangseyrir óskertur til Grindvíkinga. Alls söfnuðust 12,5 milljónir króna í söfnuninni og var fulltrúum Grindvíkinga afhent ávísun í lok tónleikana. Fjölda mynda frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
https://eyjar.net/sofnudu-taeplega-8-milljonum-fyrir-grindvikinga/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst