Veðrið lék við hlauparana - myndir
4. maí, 2024
DSC_9664
Hlaupararnir á bryggjunni í Eyjum. Eyjar.net/Óskar Pétur

Það voru glaðlegir 1.370 hlauparar sem lögðu í hann í hádeginu í dag í The Puffin Run. Ekki skemmdi fyrir að í Eyjum var blíðskapar veður þegar hlaupið fór fram.

Magnús Bragason, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði í samtali við Eyjar.net fyrir helgi að þátttakan í ár sé metþátttaka. Meðal hlaupara eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra komu til landsins eingöngu til að taka þátt í hlaupinu.

Uppfært kl. 19.30.

Hlaupið er rangsælis umhverfis Heimaey og er hringurinn 20 kílómetrar. Fram kemur á facebook-síðu hlaupsins að 200 mannns hafi starfað við hlaupið, sem er stærsti íþróttaviðburður sem hefur farið fram í Vestmannaeyjum.

Fyrstur í mark í karlaflokki var Arnar Pétursson á tímanum 1:17:13
Fyrst í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir sem fór hringinn á 1:27:52

Hér má nálgast frekari upplýsingar um tíma keppenda.

https://eyjar.net/forseti-islands-tekur-thatt/

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjar.net fylgdist með hlaupurunum í gegnum linsuna. Myndasyrpu hans má sjá hér að neðan.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst