Listamenn framtíðarinnar

Í hádeginu í dag, föstudag, opnaði Kári Bjarnason skemmtilega sýningu á verkum nemenda í 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja. Um er að ræða myndir sem þau máluðu af smáeyjum með akrýl eða vatnsmálningu. Myndirnar unnu þau síðan í framhaldinu með appi sem heitir picsart, tóku þar myndir af málverkunum sínum og unnu áfram með verkin. Afraksturinn […]

Breytingar á starfi æskulýðs- tómstunda- og íþróttafulltrúa

Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var kynning á breytingum á starfi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar verða sameinuð og starfslýsingu breytt. Starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar breytist þannig að hann mun koma meira að íþróttamálum í umboði framkvæmdastjóra sviðs. […]

Stuðmenn á Þjóðhátíð

Áfram bætist í dagskrá Þjóðhátíðar. Nú er búið að tilkynna um að hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn verði á Brekkusviðinu á Þjóðhátíð 2024. Á facebook-síðu Þjóðhátíðar er spurt hvort þú ætlir ekki örugglega að tæta og trylla – eða ferðu í háttinn klukkan átta? Þá var tilkynnt fyrr í mánuðinum um að FM Belfast verði á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.