Staða æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundarráðs Vestmannaeyja í vikunni.
Þar var kynning á breytingum á starfi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa. Starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar verða sameinuð og starfslýsingu breytt. Starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar breytist þannig að hann mun koma meira að íþróttamálum í umboði framkvæmdastjóra sviðs. Starf æskulýðs- og tómstundarfulltrúa verður auglýst á næstunni.
Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið samþykki fyrir sitt leiti þær breytingar sem verða á starfi æskulýðs- og tómstundarfulltrúa og starfi forstöðumanns íþróttamiðstöðvar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst