Sjómannadagurinn í myndum

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Í Eyjum var venju samkvæmt hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Áður var sjómannamessa í Landakirkju og í kjölfarið minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með dagskránni í gegnum linsuna. (meira…)
Þjakaðir Eyjamenn

Eyjamenn þjást þessi misserin af illvígri og tiltölulega skæðri upplýsingaþurrð. Þannig er hvíslað á milli manna að vísvitandi sé haldið frá Eyjamanninum ýmsum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir Eyjamanninn til að ganga beinn í baki um bæinn vitandi það sem hann ætti að vita. Minnisvarði um Ólaf og Pál Vandræðagangur bæjarfulltrúa í minnisvarðamálinu stóra hefur […]
Gerði réttindabaráttu sjómanna að umtalsefni

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gerði réttindabaráttu sjómanna að umtalsefni sínu á sjómannadaginn. „Frá því sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hafa lög verið sett á kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna í fjórtán skipti, oftar en á nokkra aðra stétt. Sem segir sína sögu um samstöðu sjómanna og seiglu, en jafnframt um mikilvægi þeirra í virðiskeðju sjávarútvegsins og […]
Leitar leiða til að halda uppi þjónustu án skerðingar

Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir þjónustu við höfnina á fundi sínum nýverið. Fram kemur í fundargerð að vegna mikils álags og óviðráðanlegra aðstæðna varðandi starfsmannamál óskar Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri eftir því að fá leyfi til að leita leiða til að halda uppi allri þjónustu án skerðingar hjá höfninni. Ráðið samþykkti ósk hafnastjóra. Þá fól […]