Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir þjónustu við höfnina á fundi sínum nýverið.
Fram kemur í fundargerð að vegna mikils álags og óviðráðanlegra aðstæðna varðandi starfsmannamál óskar Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri eftir því að fá leyfi til að leita leiða til að halda uppi allri þjónustu án skerðingar hjá höfninni.
Ráðið samþykkti ósk hafnastjóra. Þá fól ráðið hafnarstjóra að gera grein fyrir kostnaði og skila inn minnisblaði til bæjarráðs þegar niðurstaða liggur fyrir.
Ekki fengust nánari upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst