Fjögur farþegaskip í Eyjum í dag

Fjögur skemmtiferðaskip eru nú í Vestmannaeyjahöfn. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru Fridthjof Nansen, Seaventure, World Navigator og SH Diana. Auk þessara fjögurra farþegaskipa á eitt mjölskip bókað pláss í höfninni í dag, að því er segir á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar. Á morgun er svo von á Viking Mars og Nieuw Statendam til Eyja. Bæði þessi skip […]
Misjafn afli á Höfðanum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í heimahöfn í Vestmannaeyjum í fyrradag að afloknum fyrsta túr eftir sjómannadag. Bæði skip voru að veiðum á Ingólfshöfða en þar var afli mjög misjafn. Vestmannaey landaði 66 tonnum af blönduðum afla og Bergur um 30 tonnum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir í samtali vefsíðu Síldarvinnslunnar […]
Enn beðið eftir gögnum

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var farið yfir svar umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis við beiðni bæjarstjórnar um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni. Í svarinu kemur fram að helstu skýringar HS Veitna […]
ÍBV fær FHL í heimsókn

Síðasti leikur fimmtu umferðar Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Þar tekur ÍBV á móti FHL á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur á botni deildarinnar með 1 stig en FHL með 7 stig í sjöunda sæti. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 13:30 í dag. (meira…)