VSV: Endurskipuleggja útgerð uppsjávarskipa

vsv_2016-6.jpg

Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða.  Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE.  Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum,  er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1608. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag, fimmtudaginn 11. júlí. Hefst hann kl. 17:00 og má sjá beina útsendingu frá honum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202311142 – Tjón á neysluvatnslögn 2. 202403040 – Aðkoma sveitarfélaga að nýundirrituðum kjarasamningi á almennum markaði-Stöðugleikasamningi 3. 202405161 – Goslokahátíð 2024 Fundargerðir […]

Björgunarsveitin var kölluð út

Magdalena Jónasdóttir útskrifaðist í vor úr Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Hún segir aðspurð um hvað standi upp úr eftir skólagöngu hennar í GRV að hún hafi átt mjög viðburðarrík og frábær ár í GRV. ,,Með öllum vinum mínum og samnemendum stendur mikið upp úr eftir skólagöngu mína. Tíundabekkjar skólaferðalagið verður þó líklegast það eftirminnilegasta þar sem við […]

Stytting Hörgaeyrargarðs, deiliskipulag og framkvæmdaleyfi

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir tillaga að deiliskipulagi vegna styttingar Hörgaeyrargarðs um 40 m og lýsing á framkvæmdum og framkvæmdaleyfi. Umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðlum sem ekki gera athugasemdir við framkvæmdina. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags sendi inn umsögn fyrir hönd félagsins þar sem fagnað er styttingu garðsins en vitnað til útreikninga Vegagerðarinnar […]

Málþingið á myndbandi

Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Eyjafrétta og 10 ára afmæli eyjar.net var haldið um sl. helgi. Ráðherra málaflokksins Lilja Dögg Alfresdóttir, fulltrúar fjölmiðla og fleiri höfðu framsögu. Halldór B. Halldórsson festi málþingið á filmu sem sjá má hér að neðan. Nánar má lesa um málþingið hér: Mikilvægi héraðsfréttamiðla undirstrikað – Eyjafréttir (eyjafrettir.is) (meira…)

GRV – Einstakur árangur nemenda í 3. bekk

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva […]

Bætt aðstaða í stærri Golfskála

,,Stækkun á golfskálanum hefur tekist  vel og við framkvæmt þetta að skynsemi. Þetta er búið að taka rúm þrjú ár og eru félagsmenn og aðrir sem heimsækja golfskálann mjög ánægðir með breytingarnar,“ segir Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja. Á efri hæð skálans er 70 fm stækkun til norðurs þar sem er einstakt útsýni inn í […]

Herjólfsdalur heilsar

K94A0351 2

Næsta stórhátíð í Eyjum er sjálf Þjóðhátíðin. Undirbúningur er löngu hafinn, en uppbyggingin í Herjólfsdal fer að komast á fullt. Halldór B. Halldórsson flaug yfir dalinn í gær. (meira…)

ÍBV mætir Þrótti í dag

Eyja Ibv Sgg

Þrír leikir eru á dagskrá Lengjudeildar karla í dag. Í fyrsta leik dagsins tekur Þróttur R. á móti ÍBV. Eyjaliðið komið í toppbaráttuna. Eru í þriðja sæti með 19 stig úr 11 leikjum. Þróttarar eru í áttunda sæti með 12 stig. Flautað er til leiks á AVIS vellinum í dag klukkan 18. Leikurinn er í […]

Verðum að taka áhættu og framkvæma

Tryggvi Hjaltason fer yfir stöðu Vestmannaeyja – Verðum að taka áhættu og framkvæma – Hér er fjármagn – Tækifæri og hugvit – Mikil þekking – Vantar sérfræðinga og frumkvöðla   „Trausti bróðir segir að Vestmannaeyjar séu eins og Ísland á sterum. Vandamál, áskoranir og  tækifæri séu þau sömu en aðeins ýktari en á fastalandinu. Sjálfum […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.